Björk - Jóhannes Kjarval - radio rás 2 RÚV.IS (1990) - Video
PUBLISHED:  Apr 19, 2014
DESCRIPTION:
björk guðmundsdóttir var nýorðin 12 ára þegar hennar fyrsta sólóplata var gefin út í desember 1977.

Útvarpsþátturinn Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum var með óvenjulegu sniði laugardaginn 2. nóvember. Að þessu sinni var ekki tekið fyrir ákveðið ár, heldur rifjuð upp fyrstu árin á tónlistarferli bjarkar guðmundsdóttur. Hér fyrir ofan er hægt að hlusta á þáttinn en einnig er hægt að gerast áskrifandi að þáttaröðinni í Hlaðvarpi RÚV.

Í upphafi níunda áratugarins var Björk í hljómsveitinni Exodus með Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni, Skúla Sverrissyni og Ásgeiri Sæmundssuyni en hún færði sig um set árið 1981 ásamt trommara Exodus Guðmundi Þór Gunnarssyni og gekk til liðs við Eyþór Arnalds og Jakob Smára Magnússon í Tappa Tíkarrassi. Tappinn sendi frá sér eina stuttskífu og eina breiðskífu en hætti undir lok árs 1983, degi áður breiðskífan kom út.

Hljómsveitin Kukl varð til í lokaþætti Áfanga á Rás 1 sumarið 1983, en sveitin átti svo eftir ummyndast í Sykurmolana þremur árum síðar. Björk Guðmundsdóttir, Einar Örn Benediktsson og Sigtryggur Baldursson úr Kuklinu héldu áfram að vinna saman en fyrrum félagar Einars Arnar úr Purrki Pillnikk, Bragi Ólafsson bassaleikari og Friðrik Erlingsson gítarleikari bættust í hópinn, ásamt gítarleikaranum Þór Eldon.

Í ágúst 1987 var Birthday valin smáskífa vikunnar hjá hinu virta breska tónlistartímariti Melody Maker og eftir það barst hróður Sykurmolanna um allan heim. Fyrsta breiðskífan, Life's Too Good, kom út 25. apríl 1988 hjá enska útgáfufyrirtækinu One Little Indian og seldist í rúmlega einni milljón eintaka. Sveitin starfaði til ársins 1992 og lauk keppni með því að hita upp fyrir írsku hljómsveitina U2 á Zoo TV tónleikaferðinni um Bandaríkin.

Umsjón og handrit: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Raddir: Ásgeir Eyþórsson og Sigríður Thorlacius.
Próförk: Anna Sigríður Þráinsdóttir.
Samsetning: Ásgeir Eyþórsson.


http://www.ruv.is/afthreying/bjork-og...
Jóhannes Kjarval (radio rás 2 ruv.is) - 1990's - 01:16 - 1.33:1 + 4.3 Aspect Ratio. Surrounded 5.1 Avanced AAC-M4A Lossless Audio Aspect Ratio. Enhanced HD 1080p Aspect Ratio. - copyright disclaimer under section 107 of the copyright act 1976, allowance is made for "fair use" for purposes such as criticism, comment, news reporting, teaching, scholarship, and research. fair use is a use permitted by copyright statute that might otherwise be infringing. non-profit, educational or personal use tips the balance in favor of fair use. note: i acknowledge that i don't own the picture copyright, no copyright infringement intended, for nonprofit educational purposes only. credit goes to it's respective owners. audio rip curtsy of bjorkchile. https://www.youtube.com/user/bjorkchile http://bjork.com/ björk overseas Ltd. all rights ® reserved © one little indian records. additional edited audio/video http://gudmundsdottirbjork.blogspot.com/
follow us on Twitter      Contact      Privacy Policy      Terms of Service
Copyright © BANDMINE // All Right Reserved
Return to top