Lennon..HInn eini sanni Jón..The one and only John - Video
PUBLISHED:  Oct 08, 2016
DESCRIPTION:
A tripute to great songwriter
Lennon hinn eini sanni Jón is written by Bo Halldorsson and Jonas F Gudnason.

Lagið er eftir Bo Halldorsson og Jonas F Gudnason
Icelandic lyric
13. Lennon (hinn eini sanni Jón)

Með ögn af háðskum grun
í ömmugleraugun
sem allt fannst heldur skrýtið
Og hjartað fullt af þrá
Að hneyksla alla þá
sem hugsa alltof lítið
Og aldrei skal það bregðast þegar leikið er lag
Menn lenda fyrr en varir á tón
sem minnir á þann sanna og eina Jón

Hann ræddi oft um frið,
frelsi og réttlætið
sem fegurst bíður manna
En margt fær skrýtið hent
og maður getur lent
í martröð hálfvitanna
Og aldrei mun það bregðast þegar leikið er lag
að lendi menn á rytma og tón
sem minnir á þann sanna og eina Jón

Að heimurinn í dag sé jafnvel verri í gær
er varla nokkuð of í lagt
Æ, heyrðu kæra systir, heyrðu bróðir kær
Hvað hefði nú hann Lennon sagt?

Að guðir sigli um á gulum kafbátum
og gimsteinar úr skýjum falli í lófa þinn
Það frestast víst um sinn
með fleiri draumum nýjum
En hitt er alveg pottþétt að ef leika menn lag
þeir lenda fyrr en síðar á tón
sem minnir á þann sanna og eina Jón.



John Winston Ono Lennon, MBE (born John Winston Lennon; 9 October 1940 – 8 December 1980) was an English singer and songwriter who co-founded the Beatles (1960-70), the most commercially successful band in the history of popular music. With fellow member Paul McCartney, he formed a celebrated songwriting partnership.
follow us on Twitter      Contact      Privacy Policy      Terms of Service
Copyright © BANDMINE // All Right Reserved
Return to top