Ég fell bara fyrir flugfreyjum — Baggalútur - Video
PUBLISHED:  Jan 09, 2014
DESCRIPTION:
Ég fell bara fyrir flugfreyjum er angurvært lag af hljómskífu Baggalúts, Mamma þarf að djamma. Það er samið sérstaklega til heiðurs háloftavalkyrjum og flugfreyjum. Það er sungið og leikið af hjartans einægni til millilandavillianda hverskonar — með það fyrir augum að fá betri þjónustu um borð, að sjálfsögðu.

— — — 

ÉG FELL BARA FYRIR FLUGFREYJUM
Lag og ljóð: Bragi Valdimar Skúlason
Söngur: Guðmundur Pálsson
Raddir: Guðmundur Pálsson, Karl Sigurðsson, Kristbjörn Helgason
Mandólín: Jonathan Yudkin
Fetilgítar: Jim Hoke
Kassagítar: Guðmundur Pétursson
Rafgítar: Guðmundur Pétursson
Kontrabassi: Dave Roe
Trommur: Steve Ebe

— — —

ÉG FELL BARA FYRIR FLUGFREYJUM
Þegar ég held mjúkur milli staða
í millilandaflug
þá ég herfilega nervus verð
og herða þarf minn hug.

Við landganginn mig líður nánast yfir
og mig langar aftur heim.
En þá birtast þær með brosin sín
og ég hjúfra mig að þeim.

Ég fell hvorki í freistni né gildrur.
Ég fell bara fyrir flugfreyjum.
Þær búa í flugvél og vilja þér alltaf vel.
Ég fell ekki fyrir konum.
Ég fell bara fyrir flugfreyjum.
Þær nema þig brott og bjóða þér eitthvað gott.

Þær fóðra þig og fylgja yfir hafið
með fágaðar neglurnar.
Óaðfinnanlega þylja þær upp öryggisreglurnar.

Þær vökva þig og vefja inn í teppi
og vekja eftir lúr.
En eitt er furðulegt, þær fara aldrei flugvélinni úr.

Ég fell hvorki í freistni né stafi.
Ég fell bara fyrir flugfreyjum.
Þær búa í flugvél og vilja þér alltof vel.
Ég fell ekki fyrir konum.
Ég fell bara fyrir flugfreyjum.
Þær nema þig brott og bera þér eitthvað gott.
Þær nema þig brott og gera þér bara gott.
follow us on Twitter      Contact      Privacy Policy      Terms of Service
Copyright © BANDMINE // All Right Reserved
Return to top