Besti vinur besta systir - Video
PUBLISHED:  May 04, 2013
DESCRIPTION:
Fyrsta lag sem ég hef sungið fyrir framan fullt af fólki pínu stress.
Lagið er samið um systir mína sem lést úr krabbameini 19 jan 1995 aðeins 12 ára gömul.
Karl Henry Hákonarson spilar á gítar og samdi lagið með mér textinn er eftir mig Gunnar Þór Gunnarsson og Eyrún Þóra Sigurjónsdóttir spilar á flautu. Vona að þið njótið þessara ljúfu tóna.

Textinn
Besti vinur besta systir

Ef lífið auðvelt er
þá myndi ég óska mér
„erfiðari leið með þér
„erfiðari leið með þér".

En lífið langhlaup er
erfitt er að lifa í þessum heimi hér.
Að lifa með söknuði þínum er
versta sem ég gæti hugsað mér

enn finn fyrir þér hjá mér
þá lífið auðvelt er. x2

Besti vinur, besta systir
þú varst hluti af hjarta mér
verst er að þú fórst frá mér
þá fannst mér hjartað minnka í mér

Gegnum lífið gengið ég hef.
mörg mistök gert en lært ég hef
margar leiðir reyndi ég
til að læra að lifa með þér.

enn finn fyrir þér hjá mér
þá lífið auðvelt er. x2

sóló

Minningar góðar margar slæmar
lífið hrikalega erfitt er,
best er að muna eftir þér,
hversu mikla hjálp þú gefur mér.

Í minningum með þér með mér
þessi fáu ár með þér hjá mér
eru bestu ár sem ég
gæti hugsað mér.

Mörg mistök gert en lært ég hef
hvert skref ég tek læri ég.
Hugsa um þig það hjálpar mér
að ganga hvert skref í áttina að þér.

En lífið mun ég nýta mér
eins vel og ég gæti óskað mér,
geri það sem mér líkar vel
þá líður mér frekar vel.

enn finn fyrir þér hjá mér
þá lífið auðvelt er. x2

Hvernig sem er ertu alltaf hjá mér
í minningum hjarta og huga mér
ég mun alltaf muna eftir þér.
Elsku systir mín

Eva Marý Gunnarsdóttir
follow us on Twitter      Contact      Privacy Policy      Terms of Service
Copyright © BANDMINE // All Right Reserved
Return to top