Hljómar - Bílaleigan Braut - 1966 - Video
PUBLISHED:  May 16, 2015
DESCRIPTION:
Þegar Félagsbíó í Keflavík hætti rekstri árið 1999, afhenti Haukur Guðmundsson rekstrarstjóri kvikmyndahússins mér 32mm filmu með auglýsingu, um var að ræða auglýsingu með Hljómum.
Filman er í vörslu Byggðasafns Reykjanesbæjar.

Fyrir daga íslensks sjónvarps voru innlendar auglýsingar birtar í kvikmyndahúsum svipað því sem gert er í dag. Margt var frábrugðið við þær, td. var engin grafík né lestur og svo var lengd þeirra margföld miðað við það sem þekkist í dag. Í slíkum auglýsingum voru frægir Íslendingar fengnir til að koma fram og tónlist spiluð undir.

Guðfinnur Kristberg Gíslason 1925-2007 eigandi Brautarnestis í Keflavík var framsýnn maður. Finnur eins og hann var oft kallaður rak bílaleigu sem hét Braut. Árið 1966 fékk Finnur Hljóma til að leika í auglýsingu. Þá voru í Hljómum Erlingur Björnsson, Gunnar Þórðarson, Pétur Östlund og Rúnar Júlíusson. Finnur sést í bakgrunn við upphaf myndarinnar.

Þessi mynd hefur komið fram í Kastljósi RÚV 2014 og Rokksýningunni Sveitapiltsins draumur 2015
follow us on Twitter      Contact      Privacy Policy      Terms of Service
Copyright © BANDMINE // All Right Reserved
Return to top