Rímur - Video
PUBLISHED:  May 23, 2012
DESCRIPTION:
I do not own these songs or the photo displayed.
Three icelandic folk songs:
Ó mín flaskan fríða
Hani, krummi, hundur svín
and Sá ég spóa

Lyrics:
Ó, mín flaskan fríða!
Flest ég vildi líða,
frostið fár og kvíða
fyrr en þig að missa.
Mundi' ég mega kyssa
munninn þinn, þinn, þinn?
Munninn þinn svo mjúkan finn,
meir en verð ég hissa.


Hani, krummi, hundur, svín
hestur, mús, tittlingur.
Galar, krunkar, geltir, hrín
gneggjar, tístir, syngur.

Verður ertu víst að fá
vísu gamli jarpur.
Aldrei hefur fallið frá
frækilegri garpur.

Þá var taða, þá var skjól
þá var fjör og yndi.
Þá var æska, þá var sól
Þá var glatt í lyndi.

Gefðu ungum gæðingum
græna tuggu á morgnunum.
Launa þeir með léttfærum
lipru sterku fótunum.

Verður ertu víst að fá
vísu gamli jarpur.
Aldrei hefur fallið frá
frækilegri garpur.

Hani, krummi, hundur, svín
hestur, mús, tittlingur.
Galar, krunkar, geltir, hrín
gneggjar, tístir, syngur.


Sá ég spóa suðu'r í flóa,
syngur lóa út um móa.
Bí, bí, bí, bí.
Vorið er komið víst á ný.
follow us on Twitter      Contact      Privacy Policy      Terms of Service
Copyright © BANDMINE // All Right Reserved
Return to top